Færsluflokkur: Dægurmál
17.6.2010 | 17:47
Eru lögbrot formsatriði ?
Síðan hvenær er það svo.
Hæstiréttur hefur skorið úr um lögmæti gjaldeyrislána lánastofnana. Síðan má karpa um hvað látið er ósagt í dómnum en það skiptir engu í samhenginu.
Formsatriði-efnisatriði verður ekki að aðskilið hér. Allir vita hvað málið snýst um og ef stjórnin vogar sér að ganga erinda bankaræningjanna, þá verður hún ekki eldri. Þá verður kannski barið á öðru en pottum á Austurvelli.
Farsælast væri fyrir bankana að axla sína ábyrgð og fara sanngirnisveg og án íhlutunar stjórnarinnar. Ég bíð spenntur eftir næsta útspili stóru bankana.
![]() |
Sleppa ekki frá skuldunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2010 | 12:29
K'INA-Ísland
Við skulum fara varlega í að þykjast siðapostular. Mafíueyjan á norðurhjara hefur ekki efni á slíku. Kínverjar eru mikil menningarþjóð , eru stórveldi í sókn peningalega og gætu reynst okkur góður bakhjarl.
Mannréttindi eru brotin í Kína , en við höfum líka brotið mannréttindi á eigin þjóð með eignaupptöku bankanna á eigum fólks sem hrekst frá heimilum sínum og fólk þarf hér að greiða fyrir óráðssíu þjófa og ræningja sem hafa þrifist með velvild og vitorði stjórnvalda. Stjórnkerfi okkar er rotið og spillt. Allt þetta liggur í augum uppi. Við höfum líka brotið mannréttindi á öðrum þjóðum sem studdum USA og UK í að ryðjast inn í Írak og Afghanistan. Við styðjum Ísrael og Afríkuþjóðir sem brjóta mannréttindi. Hreinsið til í eigin ranni fyrst .
Vitið ér enn eða hvat ?
![]() |
Ríkisstjórnin á að senda Kínverjum skýr skilaboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010 | 12:03
Vandamál Læknastéttarinnar vandamál þjóðarinnar
Ráðherraskömmin Álfheiður ætlar að reisa sér minnisvarða óhæfuverka sem munað verður eftir. Yfir 20 þús. borgarbúar missa heimilislækni sinn og lenda á vergangi í kerfinu.
Sjálfstætt starfandi læknar hafa alltaf verið þyrnir í augum TR og HTR sem vilja hafa þétt hreðjatak á læknastéttinni. Því miður hefur yfirvöldum tekist að sá ósætti milli vissra hópa innan læknastéttarinnar þannig að óvíst er hvaða stuðing þessir 12 heimilislæknar fá frá sínum kollegum og öðrum læknum.
Að öðrum kosti flytjast þeir af landi brott, alltaf vantar góða heimilislækna í Svíþjóð ,Noregi og Danmörku. Enda tel ég að enn fleiri læknar hugsi sig til hreyfings þegar ráðamenn eyðileggja uppbyggingarstarf margra ára með einu vanhugsuðu pennastriki.
Þessi ráðherra er ódráttur hinn versti og vonandi er hennar tími senn liðin.
![]() |
Mótmæla uppsögn á samningi við heimilislækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 05:31
Óska Eyþóri til hamingju
![]() |
Vill ekki bæjarstjórastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 05:22
Framsókn-Afturför-
Mér finnst Framsókn líða fyrir samstarfið við Sjálftökuflokkinn. Framsókn þarf að leggja spilin á borðið. Fletta ofan af Halldóri og Finni, upplýsa um rotið samstarf sitt við S og hlutdeild þeirra. Gera yfirbót.
Og hefja svo sókn, hreinn og beinn flokkur, í Framsókn .
Eða hverfa.
![]() |
Hugur í framsóknarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2010 | 04:55
Æ Æ Æ Æ Æi
![]() |
Sjö nýgræðingar í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 19:48
Læknar
![]() |
Opna sem flesta samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 19:45
Sumum þarf að telja hughvarf
Hún fer auðmýkt og sneypt.
![]() |
Spjótin staðið um of á Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 15:56
Búlandsvirkjun ? Hvað svo...
Fyrirtækjaruglið, kennitölurnar mörgu, félag í eigu...blabla eða dótturfyritæki er byrjað á nýjan leik. Stjórnvöld eru alltaf of sein (vísvitandi) og sennilega í samkrulli við bófana á brunaútsölu íslenskra auðlinda gegnum Landsvirkjun (sem átti að einkavæða fyrir slikk). Góður díll !. Allt hljómar þetta kunnuglega. Og falskt. Óraunverulegt.
Hver leyfir Búlandsvirkjun og hver borgar ? Greinilegt er að ferlið hefur verið í burðarliðnum lengi. Vatnsréttindi hafa verið keypt af bændum ("Félagið hefur samið við flesta vatnsréttarhafa á svæðinu og bíður átekta") og notað rannsóknargögn LV og samninga þeirra við vatnsrétthafa.
"Landsvirkjun hafði um nokkurt skeið unnið að rannsóknum vegna hennar, en féll frá áformum sínum um að reisa virkjunina. Íslensk orkuvirkjun tók þá við keflinu, keypti rannsóknargögn Landsvirkjunar og réðst í samninga við vatnsréttarhafa og landeigendur. Fyrirtækið stofnaði svo félagið Suðurorku í félagi við HS Orku, sem er nær alfarið í eigu Magma Energy."
Öll málsmeðferð er forkastanleg. Allt ferlið er hulið manna sjónum fram á síðasta dag. Nú þegar er búið að stofna þrjú undirfyrirtæki svo hægt sé að færa tap og gróða milli þeirra , tæma þau og setja í þrot . Þessa samninga þarf að ógilda. Það er óverjandi að ráðstafa orku á þennan hátt með langtíma leigusamningum til erlendra aðila. Slíkt átti aldrei að gerast.
Svipað og sjálfsmorð. Endanleg lausn á tímabundnu vandamáli.
Stjórnin og snatar hennar eru búnir í íslenskri pólítík og í íslensku mannfélagi.
![]() |
Magma á helming í Búlandsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2010 | 20:48
Nei. Afdráttarlaust
http://www.mbl.is/frimg/5/31/531630B.jpg
Ég skil ekki Mick Jagger átrúnaðargoð. Hann hefur notað svo mikið af fíkniefnum og áfengi að hann man ekkert stundinni lengur. Þegar rita átti æviminningar hans, var minnið horfið. Það þurfti að ráða hóp einkaspæjara til að komast að því hvað hann hefði verið að gera undanfarin ár.
En þetta gæti náttúrulega orðið útflutningsvara, drýgt íslensku sauðataði .Mmhhmmm !
Bölvað eitur fyrir taugakerfið
En-til lækninga getur það hentað við krabbameinsverkjum og ógleði og lystarleysi.
Í iðnaði var jurtin notuð í tóg, úr hampi.
![]() |
Vill leyfa fíkniefni til reynslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)