K'INA-Ísland

Við skulum fara varlega í að þykjast siðapostular. Mafíueyjan á norðurhjara hefur ekki efni á slíku. Kínverjar eru mikil menningarþjóð , eru stórveldi í sókn peningalega og gætu reynst okkur góður bakhjarl.

Mannréttindi  eru brotin  í Kína , en við höfum líka brotið mannréttindi á eigin þjóð með eignaupptöku bankanna á eigum fólks sem hrekst frá heimilum sínum og fólk þarf hér að greiða fyrir óráðssíu þjófa og ræningja sem hafa þrifist með velvild og vitorði stjórnvalda. Stjórnkerfi okkar er rotið og spillt. Allt þetta liggur í augum uppi. Við höfum líka brotið mannréttindi á öðrum þjóðum sem studdum USA og UK í að ryðjast inn í Írak og Afghanistan. Við styðjum Ísrael og Afríkuþjóðir sem brjóta mannréttindi. Hreinsið til í eigin ranni fyrst .

Vitið ér enn eða hvat ?


mbl.is Ríkisstjórnin á að senda Kínverjum skýr skilaboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband