Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.12.2010 | 09:10
Þeir sem ekki kjósa
geta haldið kjafti.
Það er fólkið sem tuðar endalaust og þykist hafa svör við öllu. En þegar til kastana kemur, að taka afstöðu og nýta frjálsborin kosningarétt, þá situr það heima.
44% fengu ekki fulltrúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2010 | 15:26
Tískufrumvarp fjárlaga ?
"Það er útilokað að menn fari að framkvæma eftir fjárlagafrumvarpinu um leið og það er lagt fram. Það er ekki lengur í tísku og á ekki lengur við. Það er auðvitað þingið sem hefur rétt til að fara yfir þetta þótt ég leggi áherslu á að staðið verði við markmið fjárlagafrumvarpsins," sagði Guðbjartur"
Tíska ráðherra og þingmanna er ekki til fyrirmyndar um þessar mundir. Hún er ljót og vond . Skaðar okkar minstu , sjúka,aldraða,fólk sem hefur fáa talsmenn eða enga. Ávallt er höggvið í sömu knérum.
Þetta sjónarspil, hringferð ráðherra , er hringavitleysa enda veldur maðurinn ekki starfinu.
Hópur ráðuneytismanna á ferð um landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2010 | 17:00
Nákvæmlega. Hárrétt hjá Sigurði Líndal
Það þarf að fara eftir stjórnarskránni, ekki bara veifa henni á tyllidögum. Eða beita henni þegar saman fara eigin hagsmunir en alls ekki þegar hún tálmar eigin hag. Þá er farið á svig við eðlilega og góða stjórnsýsluhætti. Það er lýsandi dæmi að hjá stjórninni og reyndar stjórnarandstöðunni líka, eru stjórnsýslulög höfð að engu. Hagsmunamál flokksins ráða ferðinni og þaulseta á þingi helsta kappsmálið. Bankaleynd ríkir enn. Hagur heimilanna er ekki forgangsmál heldur allt kapp lagt á að bjarga bönkum og fjárglæframönnum. Lög eru fótum troðin og óeirðalögregla ræst út við minnstu mótmæli. Hvar er andmælafrelsið ?
Stjórn með 9 % fylgi atkvæðabærra manna heldur ekki velli. Henni ber að víkja.
Allt bull um nýja stjórnarskrá, á lagatæknamáli og sniðin að elítunni og þaulsetufólki Alþingis þjónar engum tilgangi.
FARIÐ EFTIR STJÓRNARSKRÁNNI !
Líst ekkert á stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2010 | 00:32
Gylfaginning
Gylfi hefur helst getið sér orð fyrir undirförulshátt, svarar ekki spurningum sem til hans er beint, talar þá heldur um önnur málefni. Eða lætur mikilvæg gögn daga uppi í von um að þau gleymist. Hann er orðinn vandræðalegur að sjá og hafa í samstarfi.
Gylfi Magnússon ráðherra lét álit yfirlögmanns Seðlabankans rykfalla í skúffu. Gylfi gaf Alþingi rangar upplýsingar. Gylfi sagði Jóhönnu Sigurðardóttur ekkert . Gylfi ber ábyrgð sem ráðherra. Undir stjórn Gylfa eru boðleiðir frosnar og hver bendir á annan. Hvers konar samstarf er þetta eiginlega ? Nema það hafi þá verið ætlunin að kría út gálgafrest nokkra mánuði. Með vitorði hinna.
Bless Gylfi
Gylfi áfram ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2010 | 19:31
Bendir á það sem ekki má segja
Þetta hefur ekki fengið neina umfjöllun en er rétt. Í burðarliðnum eru áform um að ná sem flestum auðlindum landsins undir sig, fá atkvæði Íslands í SÞ ( seinast sat Ísland hjá, hreint vatn eru mannréttindi) og fá ódýra orku til álframleiðslu (hergagnaiðnaður).
Við erum heimsótt af "economic hit men" sem í skjóli AGS lána þjóðum 3.ja heimsins stórar upphæðir og bíða eftir greiðsluþroti til að láta gildruna skella aftur. Skuldin er svo innheimt með ívilnunum , atkvæði tryggt hjá SÞ, aðstöðu o.s.frv. Við virðumst komin í þennann flokk að 5% þjóðarinnar hirðir auðinn en 95% strita til að halda lífi eins og í 3.ja. heiminum.
Leppar AGS seilast víða til áhrifa og virðast hafa stjórn landsins undir hælnum eða beitir hana verulegum þvingunum. Látum ekki blekkjast, við þurfum ekki AGS og heldur ekki stórþjófótta auðmenn og auðsveigða þingmenn.
Björk: Magma vinnur með AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2010 | 11:38
Spurning: Hvað þarf af erlendum fjárfestum ?
Það er kannski mikil þörf fyrir erlent fjármagn núna, en það má fá með öðrum hætti en að leigja nýtingarrétt auðlinda fyrir smánarverð. Mannsaldur eða meira fram í tímann. T.a.m. er hægur vandi að fá kínverska eða japanska aðila og á betri kjörum.
Hvað sem öðru líður eru engir samningar betri en vondir samningar
Beaty: Vilja ekki hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2010 | 13:23
STJÓRNIN GETUR EKKI SELT EITT EÐA NEITT. HÚN Á EKKERT
Því hún hefur ekki eignarhald á neinum auðlindum eða veraldlegum eigum. Henni hefur verið falið umboð til að varðveita , bæta og nýta , en hún getur ekki ráðstafað eignum Islendinga sem sínum eigin. Halda þessir stjórnarmeðlimir að Ríkið og Alþingi , sé þeirra eign og til fyrir þá ,eru þeir blindir og heyrnarlausir sem kettlingar. Úrtölulið, minnipokafólk og dauðans lyddur og slettirekur.
Menn hafa gjörsamlega misst sig í æsingnum að klára þetta sorgarferli sem fyrst. Þetta er illa dulin einkavinavæðing af verstu sort. Og verður ekki falið í talnaflóði og súluritum. Þeir alþingismenn sem einhvern sóma og heiðarleik eiga eftir , skulu segja sig úr stjórninni sem fyrst. Ef það er ekki þegar um seinan.
LANDRÁÐ er vægt til orða tekið.
Það var búið að vara við þessu. Nú er kominn að tími til reisa níðstangir og gálga á Austurvelli
Magma eignast 98,53% í HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2010 | 22:43
Nú er það svart segir William Black
FRAUD=Misferli,Svik,Glæpur,Lögbrot til auðgunar.
Flokkarnir eru að hrynja. Grínframboð nýtur meiri hylli en flokkarnir. Kónarnir í flokkunum segjast ekki hafa brotið neinar reglur .Þeir hafa ekkert siðferði, segja prófkjörin svo dýr og stór að þeir þykjast eiga sín sæti eftir að hafa skilið hnífasettin eftir í flokksbræðru sínum. Kirkjur og hreppir landsins eru stórskuldug eftir brask ! - Hvers konar þjóðfélag er þetta eiginlega ?!
Ljóst er að þingmenn þiggja vald sitt frá flokknum, þar er ekkert lýðræði. Flokkarnir vilja alls ekki persónukjör, allt of lýðræðislegt. Klíku og spillingarstimpill loðir enn við flokkana og enginn reynir einu sinni að bæta ímynd þeirra.
Brýnt er að endurskoða stjórnarskrána, en án íhlutunar flokkanna. Stjórnmálaflokkarnir munu ekki taka til innan frá enda óhæfir .
William Black lögfræðingur velkist ekki í vafa um glæpaheigð auðmanna og bankastjórnenda Fraud
Bankarnir voru rændir innan frá og reknir í gjaldþrot, óumdeilt, enginn ber ábyrgð,umdeilt.Aðferðin sem þeir notuðu er einföld, maður undir meðalgreind getur þetta. Ársskýrslur endurskoðenda reyndist aðalvopnið. Svona var farið að skv W.Black: 1) Brjálæðislegur vöxtur (50% á níu mánuðum ár hvert) 2) Slæm og stór útlán án trygginga 3) Óhemjustór viðskiptavild ,keypt, jafnvel þegar bankarnir voru tæknilega gjaldþrota 4) Enginn varasjóður , því öllu hafði verið rænt (Ponse scheme)
Bankarnir keypti hluti í hvor öðrum og sjálfum sér, kallað weak capital=No capital ! Þeir lánuðu fólki til að kaupa hluti í bankanum (simple fraud). Stjarnfræðilegar bónusgreiðslur því þeir gátu sýnt fram á geysilegan sýndargróða=geysilegir raunbónusar.
Hefði þetta haldið áfram lengur hefði landið lagst í eyði. Nú þegar er mikill flótti til útlanda, fólk flyst ekki til landsins og þeir menntuðu munu fara .
William Black vill aðstoða þjóðina en stjórnvöld vilja ekki hans hjálp. Þau eru enn að fela, sópa yfir .
Sökin liggur hjá stjórnendum, þeir geta ekki firrt sig ábyrgð. Stjórnvöld sem klappstýrur sem gerðu lítið úr hverjum þeim sem voru á öndverðum meiði.Jafnvel eyðilagðir.
Hluti skýringar liggur eflaust í þjóðrembingi ,gullöldin, sérkenni íslendinga, við stöndum öðrum framar, yfirburðarríkið, neitað að hlusta á viðvaranir. Síðan kom hrunið og við vorum nú fórnarlömb svikula útlendinga sem sátu um landið, en allt botnar í smásálarlegri taumlausri græðgi. Megi þeir brenna í Helvíti til eilífðar.
27.4.2010 | 12:02
Þvílík siðblinda !Hugsýki ístrubelgs
Auðvitað á þessi maður ekki að koma nálægt pólítík. Hvað þá að starfa fyrir sjávarútvegsráðuneytið.
Þetta er skýrt dæmi um hagsmunaárekstur. Haldið þið að Guðjón Arnar Digri vilji afnema kvótakerfið sem er að leggja strandbyggðir Íslands í eyði. ?????
Kvótaeignin breytir engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2010 | 11:13
Heimurinn fylgist með
og mönnum svíður að horfa upp á óhóflega einkaneyslu peningamanna sem hafa tæmt hirslur fyrirtækjanna sem þeim var trúað fyrir, fengið stjarnfræðilega há kúlulán sem eru felld niður [ tæknilega en varla löglega ] , og svo eigum við sauðsvartur almúginn að borga veisluna og hreinsa til eftir þessa menn. Upplýstur borgari í landi þar sem fólk kann að lesa veit að þetta er óréttlæti. Rangt. Siðlaust. Lögleysa etc etc. Skoðanakannanir erlendis hafa leitt í ljós að 75% aðspurðra telja þetta ranglátt og að rétt sé að neita að axla fjárhagslega ábyrgð á mistökum einkafyrirtækja . Skriðan er komin á hreyfingu .....
Þetta er auðvitað skelfileg staða fyrir stjórnmálamenn .
En, hamingjan er hugarástand, ekki staður sem þú ferðast til . Byggjum ekki fleiri veggi, byggjum brýr.
Góðar stundir
Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |