Framtíðarsýn og vilji til þróunar

Skilyrði nafnbótarinnar eru þrjú: sterk bókmenntahefð, lifandi og fjölbreytt samtímamenningarlíf og framtíðarsýn og vilji til þróunar.

Er ekki einum of mikill metnaður á ferðinni hér ? Víst eru sæmilegir reyfarahöfundar hér og djamm allar nætur en þeir góðu og frægu eru löngu dauðir , sbr Snorra Sturluson, Kiljan, Kjarval og Erni Snorrason lækni og dultaugasálfræðing. Oft leiðir svona heiður til stórkostlegra sýninga og samkvæma sem kosta ógrynni fjár og eru alltaf rekin með tapi. Miklu tapi.

Og hver er svo framtíðarsýnin  og þróunin? Eiga allir að tala eins og bók og vera svakalega intellekúal...

Ég er alveg á móti því að vera mataður á menningu, margt skil ég hreinlega ekki að geti flokkast undir menningu eða list þó spekingar telji svo. -Nei, maður finnur sjálfur hvað er menning hún göfgar sálina, veitir innsýn, víkkar sjóndeildarhringinn og lætur mann ekki finna til smæðar . Hún skilur eitthvað eftir hjá manni og veitir vellíðan, upplifun og uppljómun. Mikilvægast af öllu að maður vill meira og meira. 


mbl.is Reykjavík verði borg bókmennta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband