Loftlagsráðstefnan CPH

Hér er vaðið áfram í stórframkvæmdir s.s. virkjanir, álbræðslurog járnblendi . Stóriðju sem skapar fleiri vandamál en hún leysir. Það er eins og með stjórnmálamenn; þeir leysa engan vanda, þeir eru vandinn.

Það vantar framtíðarsýn og -skipulag komandi kynslóðum til handa.Hlýnun jarðar og loftslagsbreytingarnar eru ekki málefni sem þarf að skopast að. Vandamálið er að fólk skilur ekki hvað tölurnar segja okkur. Losun eiturefna út í andrúmsloftið,höfin, ár og læki er að drepa allt líf á jörðinni og mun hraðar en þið haldið. Einfaldur reikningur: 5% stöðug aukning losunar tvöfaldast á 14 árum og tvöfaldast svo koll af kolli á 14 ára fresti. Eftir fimm tvöföldunartímabil er staðan 1000X verri . Við erum að tala um 20 til 30 ár, kannske minna sem við höfum til að snúa þessarri þróun við. Rótin að þessari plágu er hin gífurlega fólksfjölgun í heiminum. Iðnaðaríkin eru verst. Td er fjölguníbúa USA meiri en í verstu þróunarlöndum. Að sama skapi er olíunotkun mestí heiminum þar, sama gildir um kol og raforku. Einn bandaríkjamaður/kani eyðir 30 sinnum meira af auðlindum jarðar en íbúi í þróunarlandiog það á öllum sviðum. Því er ekki nema rétt að iðnvædd ríki dragi saman seglin á öllum sviðum orkunotkunar og sér í lagi hvað varðar fólksfjölgun. Við erum vandamálið og berum ábyrgð á því hvernig komið er og verðum þvi að leysa það eftir bestu getu ef við eigum að lifa af þessar hörmungar sem blasa við.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband