14.8.2010 | 22:17
Afnema skatta-skattleggja neysluna
Fair Tax.
Hvað sagði Steingrímur fyrir 3 mánuðum ? Engar skattahækkanir, nú er annað hljóð í strokknum. En kannski er það óumflýjanlegt en allir vasar og allar gullkistur hafa botn. Óstjórn og bruðl lagast ekki með auknu fé. Því er bara sóað. Fagleg vinnubrögð, agi, stjórn og stjórnsýsla er það sem þarf.
Af þeim liðum sem taldir eru upp , " Tillögur um hækkun fjármagnstekjuskatts, tekjuskatts fyrirtækja, auðlegðarskatts, erfðafjárskatts og umhverfis- og auðlindagjalds eru til skoðunar í fjármálaráðuneytinu. Þá liggja ennfremur fyrir tillögur um sérstakan bankaskatt" líst mér best á bankaskatt. Þar þarf virkilega öflugt eftirlit og sjálfsagt í raun að þeir greiði skatt af arði og umsvifum sínum.
En skattnetið er skringilega riðið. Þeir stóru sleppa en seiðin og smáfiskurinn er veiddur af miskunnarleysi.
Ætla að hækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.