7.8.2010 | 00:37
Forkastanleg vinnubrögð
Þetta er hneisa fyrir þetta fyrirtæki sem þar með glatar trausti sem áreiðanlegur upplýsingamiðill.
Það má ekkert koma fram nema vanskil , hve mikil og til hverra ,einnig hvaða aðili óskar yfirlits.
Þessar upplýsingar eru svo sendar í afriti til skuldarans/viðkomandi.
Ég hef loksins nú, níu mánuðum á eftir fyrirtækinu ATOZ, fengið fyrir tilstuðlan Persónuverndar tækifæri til að sjá þann spádóm sem Lánstraust/Creditinfo hefur gert um traust mitt og líkleg afdrif mín í viðskiptum á ókomnum tíma, að mér óvörum, og kýs að kalla einstaklingsskor. Þennan spádóm sinn hefur Lánstraust/Creditinfo gert aðgengilegan þriðju aðilum sem mér er hvorki kunnugt um hverjir né heldur hve margir, og þeir hafa tekið tilboðinu í andstöðu við vilja minn og í heimildarleysi af minni hálfu. Þetta tel ég vera með öllu ólíðandi og ósiðlegt.
Ekki bara ósiðlegt heldur varðar við almenn hegningarlög.
Seldi upplýsingar um lánshæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.