3.8.2010 | 19:31
Bendir á það sem ekki má segja
Þetta hefur ekki fengið neina umfjöllun en er rétt. Í burðarliðnum eru áform um að ná sem flestum auðlindum landsins undir sig, fá atkvæði Íslands í SÞ ( seinast sat Ísland hjá, hreint vatn eru mannréttindi) og fá ódýra orku til álframleiðslu (hergagnaiðnaður).
Við erum heimsótt af "economic hit men" sem í skjóli AGS lána þjóðum 3.ja heimsins stórar upphæðir og bíða eftir greiðsluþroti til að láta gildruna skella aftur. Skuldin er svo innheimt með ívilnunum , atkvæði tryggt hjá SÞ, aðstöðu o.s.frv. Við virðumst komin í þennann flokk að 5% þjóðarinnar hirðir auðinn en 95% strita til að halda lífi eins og í 3.ja. heiminum.
Leppar AGS seilast víða til áhrifa og virðast hafa stjórn landsins undir hælnum eða beitir hana verulegum þvingunum. Látum ekki blekkjast, við þurfum ekki AGS og heldur ekki stórþjófótta auðmenn og auðsveigða þingmenn.
Björk: Magma vinnur með AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.