Ögmundur veður í svima og villu

Mynd 536095

Hann Ögmundur vill jafnræði en slíkt er ekki fyrir hendi í misskiptingu þjóðfélagsins. Þar hafa veðhlaupahestar (þingmenn) auðkýfinga, sægreifa og braskara töglin og haldirnar og eru þeir sjálfútnefndur aðall Íslands. Þetta vita allir.  Ögmundur líka.

En því talar maðurinn þá svona ? Hvað á hann við þegar hann segir : "„Fólki er mismunað þannig að þeir sem eru með lítil skaðleg erfðagen fá betri kjör en hinir sem hafa slíkar byrðar í sálu og skrokk. Þannig er fyrir hendi mismunun inni í einkavæddu kerfi. Það er því spurning hversu langt menn vilja bera þá mismunun inn í þjóðfélagið og skattkerfið,“ segir Ögmundur" Þetta hljómar eins og bull og það er hreinasta bull. Bull-bull-bull...

Heldur hann að tryggingafélögin og tryggingalæknar hafi genamengi viðskiptavina við hendina þegar tryggingar eru teknar ? Sumir taka sjúkdómatryggingu og spara smávegis á bók eða í sjóði , aðrir gera það ekki. En það er engin skylda . Jafnræðisskylda. Menn tryggja sig eftir föngum fyrir tekjumissi ef þeir veikjast, slasast eða láta lífið. Það er umtalsvert  áfall fyrir hvern mann og fjölskylduna. Þetta hefur ekkert með einkavæðingu að gera annað en að tryggingafélög eru hlutafélög og eru ekki rekin sem góðgerðastofnun heldur stefnt að hagnaði.

Ríkið er orðið ótrúlega frekt í skattheimtunni á venjulegt fólk; langveika, lasburða, fatlaða , geðsjúka, börn og gamalmenni. Fólk sem getur ekki varist. Hefur enga lobbýísta sem múta þingmönnum.

 

Nú er mál að linni

 


mbl.is Lögin stangast á um sjúkdómatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband