Eru lögbrot formsatriði ?

Síðan hvenær er það svo.

Hæstiréttur hefur skorið úr um lögmæti gjaldeyrislána lánastofnana. Síðan má karpa um hvað látið er ósagt í dómnum en það skiptir engu í samhenginu.

Formsatriði-efnisatriði verður ekki að aðskilið hér. Allir vita hvað málið snýst um og ef stjórnin vogar sér að ganga erinda bankaræningjanna, þá verður hún ekki eldri. Þá verður kannski barið á öðru en pottum á Austurvelli.

Farsælast væri fyrir bankana að axla sína ábyrgð og fara sanngirnisveg og án íhlutunar stjórnarinnar. Ég bíð spenntur eftir næsta útspili stóru bankana.


mbl.is Sleppa ekki frá skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Þá verður pottþétt barið á með einhverju öðru en pottum og sleifum

Steinar Immanúel Sörensson, 17.6.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Elle_

Já, skringilega að orði komist hjá manninum og skil ekki hvað hann meinar með að dómurinn hafi bara tekið á formsatriðum.  Sættum okkur ekki við að hin óhæfa ríkisstjórn leyfi glæabönkunum og fjármálafyrirtækjum að komast upp með að gera gengistryggðu ránlánin að verðtryggðum ránlánum.

Elle_, 17.6.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Elle_

Glæpabönkunum.

Elle_, 17.6.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband