Fangelsi eða afkynjun ?

Sum dagblöð birta nöfn gerenda og jafnvel mynd , önnur ekki. Ég tel þó til bóta að birta bæði mynd og nafn barnaníðinga sem brjóta ítrekað af sér.

Lög frá 1938 um afkynjun/vönun voru afnumin nýlega enda úrelt og afsprengi hreinræktarstefnu þess tíma. Það er vel.

Fangelsi tekur þessa einstaklinga úr umferð tímabundið en leysir ekki vandann. Því ekki að gefa þeim valkostinn fangelsi eða kemíska vönun með langverkandi lyfjum og til æviloka. Það er , meðhöndla þessa einstaklinga sem andlega sjúka . Það væri réttara og mun ódýrara fyrir samfélagið. Og áhrifaríkara.

Barnaklám telja sumir hverjir , að séu persónuréttindi og tengja það  tjáningarfrelsi. Japanir felldu nýlega lög sem bönnuðu meðal annars vörslu barnaklámefnis  (lagafrumvarp). Það væri brot á tjáningarfrelsi einstaklinga. Þarna er réttur barnsins  sem verður fyrir verknaðinum brotin. Margt er skrýtið í heimi hér.


mbl.is Fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband