Hrossapestin og kvefið. Af hverju er ekkert gert ??

Hrossakvefið hefur gert mörgum ræktendum hrossa skráveifu og valdið miklum búsifjum. Landsmót á Vindheimamelum féll niður, enda ekkert hægt að þjálfa veik hross og stórfé hefur tapast ef litið er til sölutekna og útflutnings.

Hrossamarkaðurinn veltir í dag milljörðum. Því spyr maður sig af hverju er ekki tekið á þessu af festu og rétt á málunum haldið ? Það stoðar lítt  að gefa penicillin , stera , berkjuvíkkandi og slímlosandi  og af handahófi eins og gert er, ef þessi sjúkdómur er ekki rannsakaður nánar. 

Hér þarf að veirugreina, taka sýni, athuga mótefni og mótefnisvaka og bólusetja ef hægt er. Þetta er ekki gert og rannsóknir stranda á að rafeindasmásjá að Keldum er biluð og  ekki fæst fé til úrbóta hjá ráðuneytinu. Þó milljarðar séu í húfi.

Nú er þetta ekkert venjulegt kvef, heldur geta hrossin fengið emphysem (blöðrur út frá loftskiptahluta lungna) sem eru óafturkræfar breytingar sem versna og hrossin verða ónýt til reiðar. Mæðin og að lokum hjartveik.  

Þetta er til skammar fyrir dýralækna, landbúnaðarráðuneyti og Keldur og bitnar hart á ræktendum hrossa og útflytjendum. 

Múll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband