Önnur 10% þjóðarinnar ókomin

á Vog. Enn. Ótrúlegt hvað fólk þráast við í vonlausri baráttu að ná tökum á drykkjunni.Allir þekkja einhvern í sínu nánasta umhverfi sem er drykkjumaður, en fáir skilja eymdina og uppgjöfina sem þetta fólk glímir við á hverjum degi. Við vitum ekki hvernig á að hjálpa þessu fólki en það vita þeir manna best á Vogi. Ég tel að við hjálpum þessu fólki best með því að styrkja sjúkrahúsið Vog, allir eru aflögufærir um nokkra þúsundkalla.

Þú gætir verið næstur !


mbl.is Mörg lýðveldisbörn hafa komið á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Getur verið að þeir á Vogi viti ekki endilega manna best hvernig á að hjálpa fólki og að ástandið sé þess vegna eins og það er?

Þeir hafa hins vegar haft einkarétt á allri áfengismeðferð á Íslandi í áratugi...

Jón Bragi Sigurðsson, 24.5.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sæll Jón Bragi.

Ég held þeir hafi ekki neinn einkarétt á vímuefnameðferð ( Guðmundur í Byrginu, Gætusmiðjan o.fl) en þeir hafa stórt og mikið batterí til að þjóna þessum hópi sjúklinga, afeitra, næra, klæða og þvo. Svo hafa þeir prógram sem er viðurkennt, alþjóðlegt, og virkt AA starf.

En allt stendur og fellur með neytandanum sjálfum. Sumir eru ekki tilbúnir, vilja sjálfir reyna  að hætta neyslu, finnst allt ómögulegt o.s.frv.

Hins vegar er það svo að þeir sem taka leiðsögn og vilja hætta, þeir hætta.  Hinum verður að bjarga þar til þeir öðlast þennan skilning. Ekki flóknara en svo.

Árni Þór Björnsson, 24.5.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband