Bræður munu berjast og að bönum verðast

Bræður munu berjast
og að bönum verðast,
munu systrungar
sifjum spilla.
Hart er með höldum,
hórdómur mikill,
skeggjöld, skálmöld,
skildir klofnar,
vindöld, vargöld
áður veröld steypist."

Ragnarök eiga við í dag þegar við horfum uppá aðgerðaleysi stjórnarinnar, spillinguna sem viðgengst ennþá og þjóðin öll látin axla byrðar þeirra einstaklinga sem hafa steypt henni í glötun og rúið okkur trausti og æru í augum annara þjóða.
Þjóðin er skipt: Þeir sem skapa verðmæti í sveita síns andlits og hinna sem eyða auðinum. Framleiðsla og þjónusta.
Í raun er það lítill kjarni sem stendur undir raunverulegri verðmætasköpum en líf þessa fólks gerist sífellt erfiðara því enginn hlúir að undirstöðuatvinnuvegunum og kjör þeirra skert árlega. Þvílíkt langlundargeð að láta bjóða sér þetta hlutskipti, en hvar eru talsmennirnir ? Verkalýðsfélögin eru leynisamtök þar sem venjulegt launafólk er áhrifalaust, lokaður leyniklúbbur karla , vindbelgir, tækifærissinnar, óheiðarlegir og hallir undir valdið hverju sinni.
Þessu ástandi verður vart breytt nema með þjóðstjórn og hallarbyltingu. Hinir hefðbundnu stjórnarflokkar hafa lokið sinni göngu og árangur þeirra er allt annað en glæsilegur. Mætti sækja þar margan kauða til saka fyrir dómstólum en ekki fyrr en dómsvald verður aðskilið pólítískum áhrifum.
Ef þetta gengur ekki með góðu þá með illu.
Því nú er mælirinn fullur

Góðar stundir


mbl.is 200-300 á útifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Þetta er allt rétt og satt hjá þér og má forysta launafólks skammast sín fyrir aðgerðarleysið og meðvirknina með stjórnvöldum.

Það þarf að gera hallarbyltingu í ASÍ og koma þar til áhrifa mönnum sem vinna með fólkinu sínu en ekki stjórnvöldum.

En hvar er þjóðin, af hverju mætir hún ekki á Austurvöll og mótmælir óréttlætinu.

Hvar er fólkið sem barði búsáhöldin fyrir ári síðan, voru það bara fylgismenn núverandi ríkisstjórnar og eru nú sáttir við aðgerðarleysið.

Staðreyndin er sú að stjórnleysi ríkir, stjórnin er ráðalaus og hugsar bara um að sitja sem fastast, þóknast Bretum og Hollendingum til að trufla ekki ferlið inn í ESB.

Þetta er ekki okkar stjórn, þetta er landráðastjórn sem hefur það á stefnuskrá sinni að svíkja landið okkar undir erlend yfirráð. Það ferli verðum við að stöðva.

Viðar Friðgeirsson, 23.1.2010 kl. 17:57

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kvóta-þjófarnir eru landráða-mennirnir!!! Íslensku auðmennirnir!!!

Við getum sjálf stofnað okkar eigin verkalýðsforystu. Ekkert bannar það. Leyfum Gylfa bara að sofa út! Byrjum bara stax. Bíðum ekki eftir að mútu-kvótaþjófa-klíkan segi okkur það því það mun hún ekki gera. Það ættum við að vera búin að læra af reynslunni, eða hvað? Kvóta-greifarnir eiga eftir að læra að sumt verður aldrei keypt fyrir peninga, eins og t.d. samstaða heiðarlegra Íslendinga.

Göngum friðsamlega fram í öllum aðgerðum eins og Frakkarnir gera og náum árangri eins og þeir. Markvisst, löglega og hávaðalaust. Við getum þetta ef við bara stöndum saman og látum ekki múta okkur til hlýðni af svikulum öflum með peninga-greiðslum, sem stoppa þegar tilætluðum árangri er náð í kúguninni. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband