30.12.2009 | 23:53
33 asnar í meirihluta helfararstjórninni kollvarpa þjóð, skrattinn hlær
Asni klyfjaður gulli kemur víða við sögu í heimsbókmenntunum.Einnig Trójuhestar.
Sorglegt að heyra og sjá þetta frumvarp keyrt í gegn og hryllilegt að sjá andlitið á Steingrími J. að atkvæðatalningu lokinni. Það ummyndaðist í fólskulegt háðungsglott , illa dulin sjálfsánægjan skein út úr svipnum. Níðingsverk hefur hér verið unnið og á ódrengilegan hátt. Vilji þjóðarinnar virtur að vettugi sem og allar breytingatillögur þ.m.t. þjóðaratkvæðagreiðsla. En islendingar eru langræknir og minnisgóðir. Þetta mál mun draga dilk á eftir sér lengi og óvíst að þessir 33 þingmenn geti sofið rótt það sem eftir er ævinnar.
Nú bíður úrskurður forseta vors Ólafs Ragnar Grímssonar .
Hvað gerir hann ?
Góðar stundir og Guðs blessun fylgi yður á nýju ári.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur er djöfullinn í mannsmynd
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:06
það var alls ekki fyndið að horfa á forsætisráðherra leika sér í síma sýnum þegar þór saari var að gera grein fyrir atkv sýnu
Þórir Gíslason, 31.12.2009 kl. 00:20
Forsetinn samþykkir lögin .. er svona 90% viss um það og finnur einhverjar nýjar rökfærslur til að útskýra það. Reyndar með því að samþykkja þetta er hann kominn í mótsögn við sjálfan sig frá fyrri yfirlýsingu.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 31.12.2009 kl. 03:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.