Þingmaður: Sjaldan verið eins illilega logið að þjóð og þingi eins og í Icesave-málinu

Þingmaður: Sjaldan verið eins illilega logið að þjóð og þingi eins og í Icesave-málinu

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að sjaldan hafi verið eins mikil leynihyggja og eins illilega logið að þjóð og þingi eins og í kringum Icesave-málið.  Hún segir þingið haft af háði og spotti af framkvæmdavaldinu.

Þriðja og síðasta umræða um Icesave-málið hófst á þingi í gær og stóð þingfundur fram eftir kvöldi og voru fjölmargir á mælendaskrá þegar fundi var slitið undir klukkan 23:00. Samkomulag er um að gengið verði ti atkvæðagreiðslu á morgun.

Birgitta segir Icesave-málið blekkingu á blekkingu ofan.

„Sjaldan hefur verið eins mikil leynihyggja og eins illilega logið að þjóð og þingi eins og í kringum þetta Icesave mál. Þingið er haft af háði og spotti af framkvæmdavaldinu. Fjármálaráðherra skipar að engu verði breytt þegar þetta var tekið inn á þing og hver er svo niðurstaða meirihluta þingsins. Breytum engu!“
Hún segir að engu eigi að breyta af hálfu stjórnarmeirihlutans þrátt fyrir að upplýsingar hafi komið fram sem sýni að Ísland geti ekki staðið undir skuldbindingum sínum án þess að samfélagið beri verulegan skaða af.

„Þekki svo marga sem ætla að flytja burt ef þetta verður samþykkt á miðvikudaginn. Þetta sjö ára skjól SJS er líka blekking því vextirnir eru himinháir og þurfa að borgast strax.“

Er þetta ekki það sem alltaf hefur verið lesið milli línanna. Birgitta á heiður skilið fyrir að segja þetta blátt áfram á mannamáli.

Góðar stundir


mbl.is Styðja frumvarp um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já er sammála þér að Bigitta er góð og blátt áfram. Það er bara ekki hægt að þetta verði samþykkt. Það er spurning um ath. með að kalla alla þá íslendinga sem tök hafa að Alþingi á morgun og mótmæla þessari Ríkistjórn hressilega, svo hressilega að Icesave verði ekki samþykkt nema samþykki okkar Þjóðarinnar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.12.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband