11.10.2010 | 15:54
Kominn tími til að vakna
Er okkur sama ?
Það er þá nokk sama hvort sveitafólk og þeir í dreifbýli komi seint um síðir undir læknishendur. Eða ná því ekki. Deyja á leiðinni. Eða lenda í slysi á leið til sérhæfðar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gæti þýtt varanleg örkuml eftir slys, andvana fædd börn, dauða úr bráðum sjúkdómum og aukna tíðni fylgikvilla .
Það er dýrt fyrir þjóðfélagið að hafa góða heilsugæslu og minni sjúkrahús tiltæk á landsbyggðinni. En vel að merkja hefur það verið hægt hingað til .Þau eru lítil, þau veita einfalda þjónustu sem sinnir brýnustu þörfum og fólk deyr þar í friði. Og nýjir þegnar líta dagsins ljós. Nú skal allt í einu skorið niður en það er ekki á rökum reist heldur ræður geðþótti ríkjum. Einhver skal blæða fyrir sukk stjórnvalda sem sóa milljörðunum í virkjanir sem við þurfum ekki, utanríkisþjónustu og sendiráð, einhverjir þurfa líka að borga skuldir bankaræningja og kvótagreifa með skattpeningum sínum og þar fram eftir götunum. Ekki þeir, -ónei. Heldur þú, ég og hinir.
Það er komið nóg fyrir löngu af frekju stjórnvalda og hroka.
![]() |
Mótmælt víða við heilbrigðisstofnanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.