8.10.2010 | 19:59
Sumt gott, annað slæmt
Varðandi stóriðjustefnuna er allt í lagi að fara varlega. Til hvers að skuldsetja þjóðina enn frekar til að selja síðan orkuna undir markaðsverði til langtíma.
Varðandi önnur mál má nefna "krossinn í Vonarskarði sem minnisvarða um ónýta stjórnsýslu. Sett er upp ferli til að tryggja góða stjórnsýslu, en ekkert tekið mark á því. Þannig eru auglýst störf og síðan ráðinn vinur og flokksfélagi ráðherrans. Eða þá að auglýst er eftir athugasemdum um reglugerð og síðan ekki tekið neitt mark á þeim. Þannig var reglugerðin fáránlega um Vatnajökulsþjóðgarð, sem bannar ferðir um Vonarskarð. Stjórnarnefnd þjóðgarðsins neyddist til að auglýsa eftir athugasemdum, fékk 6000 bréf og tók ekkert mark á þeim. Rétt er að afskrifa þessa reglugerð og reka hina spilltu stjórn Vatnajökulsþjóðgarð" segir Jónas.is
Svandís svarar Samtökum atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.