12.8.2010 | 23:40
Samt er ekki bólusett og bóluefnið dýrt
Um þessar mundir eru á markaði tvö bóluefni gegn þeim stofnum HPV (16/18) sem oftast valda krabbameini. Veirurnar geta einnig valdið sjaldgæfari krabbameinum og sumir stofnar þeirra (6/11) kynfæravörtum.
Greinin er góð en samt er kunnáttan ekki notuð til góðs. Þetta er ekki dýrt í raun og allir vita hvað kynfæravörtur geta verið erfiðar viðureignar. Smitast manna á milli og dreifast með léttfættu gleðifólki. Leghálskrabbamein : Hvaða kona er ekki hrædd við það ?
Þessi bóluefni eru Gardasil® frá Merck and Co., Inc. og Cervarix® frá GlaxoSmith-
Kline. Gardasil® inniheldur mótefnavaka gegn HPV 6/11/16 og 18 og Cervarix®
mótefnavaka gegn HPV 16/18. Bæði bóluefnin eru ónæmisvekjandi og örugg og hafa
góða virkni til að koma í veg fyrir forstigsbreytingar leghálskrabbameins af völdum
HPV 16/18, en þær valda þessum sjúkdómi í a.m.k. 60% tilvika.
Nýlega var gefin út skýrsla á vegum sóttvarnalæknis um kostnaðarhagkvæmni þess
að hefja almenna bólusetningu hér á landi gegn HPV með það að leiðarljósi að fækka
leghálskrabbameini (Kostnaðargreining á Íslandi. Skýrsla vinnuhóps). Niðurstaða
skýrslunnar er sú að með almennri bólusetningu eins árgangs 12 ára gamalla stúlkna
megi árlega koma í veg fyrir leghálskrabbamein hjá a.m.k níu konum, tæplega tvö
dauðsföll og vinna um 17 lífsgæðavegin lífár (QALY).
Miðað við ákveðnar forsendur mun árlegur nettókostnaður bólusetningarinnar vera um
1,8 milljónir króna á hvert lífsgæðavegið lífár. Samkvæmt erlendum stöðlum virðist
bólusetningin hér á landi vera kostnaðarhagkvæm.
Er ekki bara að vinda sér í þetta ?
Leitarstarf Krabbameinsfélagsins vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.