15.7.2010 | 09:14
Talnaleikur
Tölum um atvinnuleysi er ekki treystandi. Sumt er dulið atvinnuleysi, fólk er á endalausum námskeiðum til að öðlast réttindi til starfa sem eru ekki til, þeir teljast ekki með. Hópur manna vinnur svart, telst ekki með.
Tölurnar sýna kannski atvinnuleysi ungra karla með ákveðið menntunarstig, aðrir telja ekki o.s. frv.
Þ.a. þú getur fengið hvaða tölur sem þú vilt, góðar eða slæmar og getur svo borið þær saman við það sem þú vilt.
Málið er að fólk kann ekki prósentureikning og hefur ekki hundsvit á einfaldri tölfræði.
Treystið aldrei opinberum tölum og alls ekki þegar skýrt er út hvað þær eiga að sýna !
Gríðarleg fækkun starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.