22.5.2010 | 18:28
Björk er meðvituð hugsjónakona - íslendingur góður
Stolt af því. Reið vegna sinnuleysis hryðjuverkastjórnarinnar. Reið vegna skammsýni hennar. Að selja afnotarétt íslenskrar orku til 45 ára eða lengur. Stjórn sem ekki getur gert eina einustu áætlun skammlaust og hefur engin úrræði önnur en selja,leigja, lána og skjóta öllu á frest og framtíðar íbúa landsins.
Þessir menn hafa ekkert leyfi til að selja eða leigja þjóðareign til svona langs tíma. Það er dæmigert að sagan er ekki lesin, menn geta eikki einu sinni lært af eigin mistökum ! Frekar trúa menn á ókomna hluti, framtíðina . Eitthvað sem þeir vita akkúrat ekkert um. Þá eru allir prófessorar í Framtíðarfræðum og Væntingaráætlunargerð.
Sorglegt.
En Björk stendur fyrir sínu !
Svei þeim sem bulla um að hún borgi ekki skatta á Íslandi.
Hún vinnur ekki hér og á ekki hér heima sem stendur.
En hún styður og styrkir islendinga á margan hátt. Jafnt í orði sem á borði.
Björk gagnrýnir kaup Magma á HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.