4 ár = 1460 dagar =208 vikur = 48 mánuðir

Ekki svo langur tími í raun og fljótur að líða. Mér þykir gott að heyra að Eva Joly skuli  vera ánægð með rannsóknina. Þessir hvítflibba-glæpir drepa skaða og meiða kannski á annan hátt en beint ofbeldi en gera það engu að síður, og á verri hátt. Fólk sem ég þekki hefur liðið geysilga illa frá hruninu, tapað sparnaði og framfærslu og er örvæntingarfullt um framtíðina. Sama hvernig fer, þá  sitja þau uppi með óviðráðanlega skuld, þótt allt hafi verið tekið af þeim og selt fyrir 30% andvirðis. Þetta er ofbeldi í sinni verstu mynd. Pyndingar.

Látum kústana sópa út úr svínaríinu en við viljum fá að fylgjast með vel og vandlega.


mbl.is Rannsóknin gæti tekið 4 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Hún er að gera góða hluti og starfsmenn sérstaks saksóknara líka.

Þetta dæmi um fólkið er daglegt brauð í dag,þessi stjórn lifir ekki til áramóta nokkuð viss um það.

Friðrik Jónsson, 16.5.2010 kl. 18:00

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Verst er að eftir þennan tíma munu engir dómar falla vegna þess að það er of langt síðan brot voru framin. Eitthvað sem má ekki ske, þessir föðurlandsvikarar verða að fá sína refsingu fyrir að koma heilli þjóð í skítinn.

Tómas Waagfjörð, 17.5.2010 kl. 00:12

3 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Satt er það Friðrik að dæmin eru mýmörg. Það sem er verst að fólki finnst það yfirgefið, svikið og berst við sektartilfinningu þó það hafi nákvæmlega ekkert gert af sér , annað en að vera  Islendingar á Íslandi. Afskiptaleysi stjórnvalda er verst. Fólki líður svipað og fórnarlömbum nauðgana, það þorir varla að leita réttar síns heldur hlítir afarkostum. Það er ekki manneskjuleg meðferð. Hryðjuverk gegn heimilunum.

Sumt er fyrnt , því miður. En nöfnin eru kunn..... og minnið gott.

Árni Þór Björnsson, 17.5.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband