Er skortur á hjúkrunarheimilum svona mikill ?

Ég er ekki svo viss um það. Er ætlunin að hvert bæjarfélag hafi eitt eða fleiri hjúkrunarheimili ? Þau þarf einnig að manna alúðlegu og hæfu fólki. Og sjá fyrir rekstrarfé.

Þetta kemur illa heim og saman við boðaðan 40 milljarða sparnað. En...

Hvað er í raun verið að kaupa hér ? Fylgi ? Eða fá inn nýja og fleiri fasta tekjuliði   ? Hlutdeild  ríkisins virðist ekki mikil enda ætlast til að sveitarfélögin láni allt framkvæmdafé frá íbúðalánasjóði. 

"Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á 40 árum greiða Mosfellsbæ hlutdeild í húsaleigu vegna húsnæðis sem ígildi stofnkostnaðar. Félags- og tryggingamálaráðherra gekkst nýlega fyrir lagabreytingu sem heimilar Íbúðalánasjóði að lána sveitarfélögum fyrir öllum byggingakostnaði hjúkrunarheimila og er framkvæmdin í Mosfellsbæ byggð á þeim grunni.Níu sveitarfélög hafa átt í viðræðum við ríkið um byggingu hjúkrunarheimilis og hefur Mosfellsbær verið í forsvari fyrir þau. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hjúkrunarheimilið hefjist nú í sumar og það verði tekið í notkun vorið 2012."

Svo eru lífeyrissjóðirnir að spandera fé félagsmanna í öryggisíbúðir sem eru bara  flopp. Eldri borgarar eru platðiir að leggja allt sitt fé í litla íbúð í háhýsi og öryggið er orðum aukið. Ef eitthvað bjátar á er hvort sem er hringt í 112 og sjúkrabíll pantaður. Fölsk fjárfesting og falskt öryggi.

Er ekki nóg komið af svindli og fúppi ! 


mbl.is Byggja hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir R.

Ánægður með þennan pistil hjá þér Árni, ég sé að við erum líkir að mörgu leiti!

Birgir R., 15.5.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband