Heiðvirð kona í fram(a)sókn. Hennar tími kemur

Guðrún segir, að fundi með trúnaðarmönnum flokksins nýverið hafi hún vakið að  eigin frumkvæði, máls á þeirri staðreynd að fyrirtæki, sem sé að hluta til í eigu eiginmanns hennar, sé nefnt á nafn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Þetta hafi hún gert í þeim tilgangi að fyrirbyggja misskilning í röðum Framsóknarmanna þar sem margir þeirra eru illa brenndir af spillingarumræðu fortíðar. Fyrirtækið er nefnt á nafn í skýrslunni vegna þess að fyrirtækið veitti góðfúslega upplýsingar um viðskiptin til að auðvelda Rannsóknarnefndinni störf sín. Miðbæjareignir sæta ekki opinberri rannsókn. 

Kjarni málsins er að Guðrún Valdimarsdóttir vekur máls á hagsmunaárekstri sem telst óheppilegur og er bannaður í öðrum löndum.Hún gerir grein fyrir afstöðu sinni og upplýsir skýrlega í hverju hann felst. Fyrir það hlaut hún ávítur og illt umtal og gamla skítadreifaramaskínan hrökk strax í gang að nýju. Ata mannorð, vega að æru, rægja og ófrægja.

En mér finns framkoma hennar heiðvirð. Það sama verður ekki sagt um viðbrögð gamla eignarhaldsfélag flokksins . Það væri nær að fleiri skoðuðu sinn hug og samvisku og gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Því öll mál koma upp um síðir.

 


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Njaa....  er ekki rétt að skoða um hvað málið snýst? Guðrún benti réttilega á að fyrirtæki mannsins hennar er nefnt í skýrslu RNA. Er ekki rétt að skoða hvað þar segir?

Jú, fyrirtækið, skúffufyrirtæki til heimilis í höfuðstöðvum Baugs, að Túngötu 6, tók þátt í þeirri vafasömu fléttu Glitnis (og fleiri banka) að tæma Seðlabankann með risalánum í gegnum IceBank.

Bara það að fyrirtækið sé að Túngötu 6 vekur auðvitað tortryggni!

Skeggi Skaftason, 28.4.2010 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband