27.4.2010 | 12:02
Þvílík siðblinda !Hugsýki ístrubelgs
Auðvitað á þessi maður ekki að koma nálægt pólítík. Hvað þá að starfa fyrir sjávarútvegsráðuneytið.
Þetta er skýrt dæmi um hagsmunaárekstur. Haldið þið að Guðjón Arnar Digri vilji afnema kvótakerfið sem er að leggja strandbyggðir Íslands í eyði. ?????
Kvótaeignin breytir engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árni, þessi maður á alveg rétt á sér að koma nálægt pólítík eins og hver annar aðili, þetta væri svona svipað að segja þér að þegja, en auðvitað hefur þú málfrelsi eins og hver annar.
í fyrsta lagi þá hefur Guðjón átt hlut í þessu fyrirtæki síðan 1991 löngu áður en hann varð þingmaður. þá byrjuðu þeir feðgar á dagróðrabát, síðan 1996 hefur Kristján Andri algjörlega séð um reksturinn og hefur ekki spurt föður sinn að því hvernig hann eigi að reka fyrirtækið, eina sem hann og aðrir hluthafar komið nálægt eru stærri ákvarðanir.
Get sagt þér það að þeir útgerðarfélagið hefði getað selt allan kvótan árið 2007 og fengið vel í aðra hönd fyrir það, en þeir gerðu það ekki, heldur sköffuðu fólki og sér atvinnu.
Guðjón hefur jú vilja afnema/breyta þessu kvótakerfi og ég ætti að vita það manna bestur hver vilji hans er.
Hann hefur alltaf haft miklar áhyggjur af því hvernig kvótakerfið hefur t.d. rústað mörgum sjávarplássum úti á landi. man vel eftir því sem krakki á ísafirði hvað lífið á höfninni var rosalegt en á fáum árum var því rústað.
Einnig reyndi Guðjón að koma sínum skoðunum varðandi sjávarútveginn þegar hann var í sjálfsstæðisflokknum, þegar hann fékk góðan stuðning í prófkjörum þá var hann 3var í röð færður niður um sæti svo hann kæmist ekki á þing með sína hugmynd.
Auk þess í dag þá á hann varla neitt í þessum kvóta eða fyrirtæki þar sem skuldir hafa vaxið eftir fall bankana vegna erlends gengis. árið 2007 áttu þeir hluthafar 70% í fyrirtækinu, en í dag ekki baun í bala. þannig er staðan með flest önnur útgerðarfélög, öll skuldum vafinn.
Svo þú ættir að kanna það frekar hvað maðurinn vill gera við kvótakerfið heldur en að nöldra yfir því að hann vilji ekkert gert, þetta er bara merki um fávisku um málið :)
Svo langar mig að koma á framfæri að það skiptir engu hvernig holdafar er á mönnum eins og þú gefur tilkynna þegar þeir vinna sitt verk.
Hafðu það annars gott.
Arnar Bergur Guðjónsson, 27.4.2010 kl. 12:35
Ég þakka þér athugasemdina, en varðandi Guðjón , þá á hið rétta eftir að koma í ljós.Þá verða sumir glaðir en aðrir minna kátir.
Ég tek til mín að hafa kallað hann ístrubelg, það var ljótt, skammast mín, en það er þó ekki alslæmt. Margt verra er hægt að segja.
Árni Þór Björnsson, 5.5.2010 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.