26.4.2010 | 18:51
Að bera í bakkafullan lækinn...
Staða heimilanna væri mun betri ef stjórnin hefði tekið á því sem var brýnast: Heimili landsmanna. Hvernig hefði það verið t.d að hafa 35 milljarða til að hjálpa þeim sem mest þurfa. Þetta er sú upphæð sem skilanefndir bankanna (lesist=lögfræðingar) hafa fengið fyrir að einkavæða bankana á ný og koma þeim í hendur fyrri eigenda/óþekktra aðila. Þessir menn voru nefnilega ráðnir upp á prósentur en eðlilegar hefði verið að viðhafa tímakaup. Þvílík fásinna.
Nú á ekki að gera neitt. Láta vanskilapakkið fara á hausinn og vergang. Það er í hnotskurn samningur Skallagríms og Albínomærinnar við AGS og bankana.
Þeirra orðstír mun lifa um aldir. Sem víti til varnaðar og vansa.
Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona völdu þeir sem eru við völd.
Af hverju?
Getur verið að peningarnir sem notaðir eru til að bjarga BYR og Sparisjóði Keflavíkur séu þeir peningar sem AGS hafði ætlað til skjaldborgar heimilanna?
Hrannar Baldursson, 26.4.2010 kl. 19:02
Já bara ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru enn við völd með DO í forsætinu:)
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.4.2010 kl. 19:56
Það er komið fram að mun minna fjármagn þarf til bankanna - þeirra mál eru í betri farvegi en reiknað var með - þar sparast tugir ef ekki hundrað milljarðar.
Það fé hefði komið sér vel í ýmsa hluti - ef það var til þegar það átti að fara í bankana hlýtur það að vera til þott það hafi ekki farið til þeirra.
Þórdís - svarið er einfalt - við fyrri hlutanum já - seinni hlutanum nei.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.4.2010 kl. 03:29
Af hverju kynið ykkur ekki sögu AGS,alstaðar sem hann hefur komið við sögu hafa hlutirnir verið á þessa leið,og ástandið er gott en þá miða við það sem á eftir að koma ,skoðið sögu sjóðsins
Sturla Hólm Jónsson, 27.4.2010 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.