Steingrímur skapar óróa og hræðslu og í sífellu

því það er ekki orð að marka sem hann segir eða segir ekki. Það hefur skapað mikinn óróa og hræðslu meðal manna. Leynimakkið milli Fjórmenninganna og AGS er forkastanlegt með öllu og  gæti maður storknað og drepist af  eigin lygi og undirlægjuhætti, væri þessi klíka  dauð fyrir löngu . Nú þegar þau eru búin að afhenda AGS  landið á silfurfati gefst tími til að dreifa athyglinni aðeins með smá lýðskrumi um eldgosið.

Öll úrræði stjórnarinnar koma of seint og eru of lítil.

Nú þegar hafa nokkrir bændur örvinglast og þurft sáluhjálp, aðrir hafa sent alla gripi í sláturhús og eru að bregða búi. Og svo má  ekki minnast á Kötlugos í framhaldinu til að skapa ekki óróa og hræðslu. Ekki vera með vangaveltur um slíkar hörmungar ! Fólk gæti orðið hrætt.!  SJS gætir þess einnig að hnýta í Forsetann vegna ummæla hans við erlenda fréttamenn, um hugsanlegt Kötlugos.  Hvaða vitneskju hefur SJS um þessa hluti ? Borgar það sig ekki að vera við öllu búinn þegar náttúruöflin eiga að hlut. Það voru nú reyndar jarðfræðingar og vatnamælingamenn sem bentu á þessa tengingu við Kötlu. Á kannski ekki að taka mark á þeim ?? Það gæti nefnilega allt eins komið Kötlugos í kjölfarið.Það er ekki háð því hvað Steingrímur segir, heldur lýtur það öðrum lögmálum.

Of seint, of lítið

"Ríkisstjórnin leggur áherslu á að upplýsingum sé skipulega komið til íbúa svæðisins, þeim veitt sálgæsla og annar nauðsynlegur stuðningur. Í þessum tilgangi hefur verið komið á fót sérstökum þjónustumiðstöðvum á Heimalandi og í Vík. Sérstökum upplýsingum verður komið á framfæri um tjón sem bætt er af Bjargráðasjóði og Viðlagatryggingu, og þessum aðilum gert kleift að sinna sínu lögbundna hlutverki. Í því sambandi skal sérstaklega tekið fram að ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að Bjargráðasjóði sé tryggt nægilegt fjármagn til að standa undir því tjóni, sem honum er lögum samkvæmt ætlað,"

Leggjumst öll á eitt að rétta þeim hjálparhönd sem hafa beðið tjón af eldgosinu í Eyjafjallajökl !

Gosmökkur frá Eyjafjallajökli.


mbl.is Óþarft að skapa óróa og hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband