18.4.2010 | 17:16
Flokkurinn er eins og mygluskán
Innihaldið er löngu skemmt og ekki þýðir bara að skafa ysta myglulagið af, það kemur snarlega aftur.Þannig er nú komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að hann getur ekki komið með neinn sem á flekklausa fortíð . Formaðurinn lifir í draumaheimi og telur SIG flekklausan en heggur varaformann sinn í bakið og kastar fyrir úlfana. Farið hefur fé betra. Dólgur kemur í dólgs stað. Væri ekki bara best að gera tugthúsliminn að formanni, hann kemur þó ýmsu í verk og er ærureistur og hreinn. Skítt með fortíðina siðferði og samvisku. -Nei, þveröfugt við orð Bjarna vafnings, þá er stefna flokksins ein rjúkandi rúst. Öskustó sem þarf að tæma og hreinsa.
Þrír nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sést líka hverja við fáum í staðinn á þing. Þessi flokkur hefur þunnskipaðan varamannabekk.
Auðvitað hljómar það illa í eyrum að Bjarni Ben hafi hreina samvisku þó hann segi það sjálfur.
Gísli Ingvarsson, 18.4.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.