Jóhanna ekki ráðalaus

og gætt þetta orðið flokknum til framdráttar.

Enkavæðingin sem slík var ekki slæm. Það sem var slæmt var að gefa bankana, símann, orkuveituna og önnur fyrirtæki og fasteignir til vina og vandamanna. Til fólks sem engan skilning hafði á eðlilegum viðskiptaháttum, rúið skynsemi og gáfum og knúið áfram af græðginni einni . Það er staðreynd.         Eftir standa stjarnfræðilega háar skuldir í krónum sem Alþingi ætlast til að Almenningur greiði.En peningafíflin eru án ábyrgðar sem og þeir alþingismenn sem að baki stóðu og komu einkavæðingunni af stað. Það skorti allt eftirlit með fjármálastarfseminni og spillingin bjó um sig. Gullasninn var komin í bæinn og vitið , siðalögmál og góð gildi voru fótum troðin. 

 Annars er furðulegt hve lengi er verið að staga og stoppa í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún hlýtur að vera verulega slæm fyrir suma aðila sem allt gera til að hindra birtingu hennar. Ég hef þá trú að þessi skýrsla verði heldur ómerkilegt plagg þegar upp verður staðið. Sannleikanum snúið í lygi, hvítt verður svart, staðreyndum snúið á haus og allir hlutaðeigandi saklausir eða blekktir af vondum aðilum.Engin ábyrgð.Enginn fer, allir sitja enn á sínum stólum.

En, maður spyr sig: Gerðist þetta allt af sjálfu sér ???

-Nei, fólk sem er kjörið til trúnaðarstarfa og þiggur laun fyrir (mútur jafnvel) ber ábyrgð og ef það stendur sig ekki skal það þvingað til afsagnar embættis/starfs, því íslenskir ráðamenn virðast ekki skilja það að rúin trausti þá starfar maður ekki áfram eins og ekkert hafi í skorist. Fær reisupassann. Rekinn. Með skít og skömm.

Hreinsum Ísland ,ósómann burt !


mbl.is Boðar rannsókn á einkavæðingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er Jóhanna að vakna? Getur nokkur útskýrt í hvelli hvað hefur skeð í stjórnmálum síðasta ár. Það hefur nefnilega alveg farið fram hjá henni....Hún kanski gerir eitthvað fyrst hún er komin á fætur...

Óskar Arnórsson, 27.3.2010 kl. 19:09

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það þarf líka að rannsaka hvað gerðist í bönkunum eftir hrun og til dagsins í dag- það þarf líka að rannsaka hvað gerðist í fyrirtækjunum eftir hrun og til dagsins í dag.- þaðþarf líka að rannsaka viðbrögð stjórnvalda eftir hrun og til dagsins í dag.

Það þarf líka að rannsaka allt Icesave ferlið - allt frá upphafi og til dagsins í dag. Það þarf að rannsaka hvort allar hækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið nauðsynlegar. Allt til dagsins í dag.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.3.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband