3.2.2010 | 09:41
Grunnur, stoð og stytta FF
Mikið hefur þessi maður þurft að þola og ranglega. En hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og hefur virðingu mína fyrir hreinskiptni og heiðarleik. Megi aðrir taka það til eftirbreytni að segja satt og beita ekki ljótum vélráðum og persónuárásum í ræðu og riti. Sópa hreint fyrir sínum dyrum en ekki undir teppið, tala tæpitungulaust en fara ekki með fleipur og hálfsannindi. Sagt er að sannleikurinn geri þig frjálsan og það eru talsverð sannindi í því orðatiltæki. Ólafur stendur sterkur meðan aðrir sem tóku þátt í spillingunni sjá fjara undan sér fylgi og mannorð.
Góðar stundir
PS: Ég fylgi honum ekki að málum en dáist samt að Hr. Ólafi F. Magnússyni
![]() |
Ólafur: Fengu ekki mann fyrr en hann bauð sig fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.