Ólafur Ragnar Grímsson talar tæpitungulaust

Auðvitað fá lyddurnar hland fyrir brjóstið og grípa til gífuryrða, formælinga, ærumeiðinga og dónaskapar
Jafnvel undir dulnefni.
En hann er sá MAÐUR sem stendur uppúr lágkúrunni og hryggleysingjahættinum eins og risi meðal dverga, karlmenni meðal músa. Pólítíkusarnir í stjórn eru í samanburði sem lindýr og mannleysur.
Nú hefur hann afhent okkur vald sitt, svo að við getum kosið og haft áhrif á úrslit landsmála. Nýtum við okkur ekki þann rétt getum við sjálf kennt okkur um hvernig fer.

Góðar stundir


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil vinsamlega benda þér á að lesa nýjustu bloggfærslu mína um Ólaf. Það kemur þér kannski niður á jörðina.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.1.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Ég er þér ekki sammála varðandi forsetann, en hver maður myndi sér eigin skoðun. Það er okkar réttur í frjálsu landi.

Hins vegar fannst mér greinin þín um veðrabrigðin, hlýnun jarðar og koltvísýrlingin athyglisverð.

Ef ég man rétt var koltvísýrlingur í lofthjúpi jarðar 1000x meiri en í dag þegar risaeðlur reikuðu um álfurnar fyrir 70 milljón árum . En það er annað mál.

Góðar stundir

Árni Þór Björnsson, 30.1.2010 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband