15.1.2010 | 00:12
Arðbær útflutningur er löngu hafinn
en ekki fyrir Ísland. Íslendingar með eftirsótta menntun eiga greiða leið inn á norrænan vinnumarkað.
Síðan geta SA byggt sína loftkastala eins og þeir vilja, klætt þá gulli og marmara og flutt inn líka. En loftkastali er loftkastali og brauð, mjólk, kjöt og fiskur kostar peninga osfrv. Það er ekkert sem heldur í þig lengur hér á Fróni. Bankinn tók húsið og bíinn en gjaldþrot og skuldir standa eftir sem áður (hærri !) og allir á heimilinu að klikkast og sex mánaða bið til að komast til geðlæknis...
Hafiði ekki tekið eftir því að allt færasta fólkið er að flytjast erlendis þar sem kjör og kaup eru eðlileg, matarkarfan setur þig ekki á hausinn, vextir eru 4% og vinnuvikan 36-40 klst. Mannauðurinn flyst út og nýtist viðkomandi landi. Ekki Íslandi.
Það hefur nefnilega alveg gleymst á Fróni að hlúa að heimilunum. Þau koma síðast ef þá nokkurn tíma hjá ráðamönnum Djöflaeyjunnar. Svei þeim.
Góðar stundir
Arðbærar fjárfestingar forsenda fyrir efnahagsbata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.