Rétt hjá bændum !

Ekki er ástæða til að leggja ESB sinnum lið. Þá mun bændastéttin hverfa. Byggð leggjast af. Stór svæði leggjast í eyði. Þá þarf að flytja allt inn með ærnum tilkostnaði. Sumt frá ESB er beint ekki kræsilegt: eiturefni, litarefni, kjötlím og alls konar óþverri er í matnum, mjólkurvörurnar dísætar og brauðin mygla aldrei.

Það má kosta að halda íslenskum landbúnaði gangandi. Hér er gott hráefni, ómengað land, góð umhirða skepna og fiðurfés og lítil notkun stera og sýklalyfja. Að auki er maturinn ekki gamma-geislaður og sprottinn af erfðabreyttu klónuðu kími .

Ég vil líf, ekki dauða


mbl.is Neituðu að lána starfsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég hef engu við þetta að bæta, Árni Þór, nema kannski, að okkar afurðir eru líka oftast betri !,

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.11.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband