Öllum stofnað í hættu

Ökumenn eins og þessi æsast við eltingaleik og reyna að komast undan lögreglunni . Við það skapast stór hætta á dauðaslysi. Nær hefði verið að ná skráningarnúmerinu og heimsækja kauða seinna. Hér munaði mjóu og líf ökuþórsins hékk á bláþræði.
mbl.is Æsileg eftirför með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögreglumenn horfa á of mikið af bíómyndum...

Óskar Arnórsson, 30.7.2010 kl. 23:07

2 Smámynd: Hvumpinn

"Líf ökuþórsins"?  Skiptir ekki máli þó hann drepi sig.  Málið er að stoppa svona vitleysinga áður en þeir valda öðrum tjóni.

Hvumpinn, 30.7.2010 kl. 23:18

3 Smámynd: Björn Jónsson

Frábært framtak hjá lögreglunni  að gera tilraun til að handtaka ökuníðinginn stax auðvitað er alltaf hætta þegar svona aðgerðir eru í gangi en ökuníðingar mega ekki sleppa. Hvað gæti hann/hún til dæmisi gert mikinn skaða ef hann/hún væri ekki tekin úr umferð eins fljótt og hægt er

Björn Jónsson, 30.7.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Björn Jónsson

Nákvæmelga sammála Hvumpinn

Björn Jónsson, 30.7.2010 kl. 23:23

5 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

þú tekur ekkert númer á 190km hraða. þetta var fífl sem var bjargað af lögregluni. Við gáfum honum séns á að fara í gegn svo hann dræpi sig ekki. En ekki von að höfundur fatti það

Ólafur Vigfús Ólafsson, 30.7.2010 kl. 23:33

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lögreglan átti nátturulega að skjóta hann strax...svo er hægt að skjóta þá sem eru að keyra fullir, rafstuða þá sem leggja vitlaust og gasa þá sem fara yfir á rauðu ljósi. Gera Hvumpin og Björn svolítið hamingjusama...

Óskar Arnórsson, 30.7.2010 kl. 23:34

7 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

Hvað átti að gera óskar?? Taka númerið á þessum hraða?

Ólafur Vigfús Ólafsson, 30.7.2010 kl. 23:39

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessir velhjóladjöflar meiga missa sín og ég segi bara ef þeir stórslasa sig - þitt var valið. Ég vorkennu auðvitað ættungjum viðkomandi og fórnarlömbum - en þessir fáu stóraumingjar á hraðaskrinum skemma virðingu annarra fyrir mótórhjólaklúbbum. Þeir mega blaðra og blaðra en það skilar bara eingum árangri - fyrr en þeir sjálfir úthýsa viðkomandi einstaklingum og lofa þeim að drepast í friði og einmanna.

Guðmundur Jónsson, 30.7.2010 kl. 23:42

9 Smámynd: Björn Jónsson

Óskar mér dettur ekki í hug að reyna að svara þessu innleggi frá þér.  Vilt þú ekki að menn fari að lögum?

Björn Jónsson, 30.7.2010 kl. 23:54

10 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ekkert voðalega vitræn færsla frá honum Óskari.

Óskar hefði kannski viljað fá þetta hjól inn í hliðina á bílnum sínum, og með alla fjölskylduna á leiðinni í hamingjusamt frí um verslunarmannahelgina. Hann hefði örugglega getað náð númerinu þá!

Nei sumum er ekki viðbjargandi í vitleysunni.

Ellert Júlíusson, 31.7.2010 kl. 00:13

11 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

þegar maður les svona þvælu eins og frá óskari og Árna þá veltir maður fyrir sér heiminum sem svona sauðir lifa í. Setjum þetta upp svona. Fíflið sem þarna var tekið fer upp í bíl næst. kannski jeppa eða stóran pikup. Fíflið fer svo farman á yaris með fjögura manna fjölskyldu og drepur alla þar. En það er auðvitað ok eða hvað?

Ég verð að segja það að þó þetta fífl hefði drepist hefði ég ekki mist svefn yfir því. En lögrglan bjargaði þessum asna núna og kannski hugsar þetta smá eftir þetta,þó efa ég það því sennilega er hann með greind á við Óskar og Árna hér að ofan.

Ég vill þó gefa mér það að þessar færslur komi af e h stofnun fyrir greindarskerta. það bara hlítur að vera þannig...

Ólafur Vigfús Ólafsson, 31.7.2010 kl. 00:21

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, það er leiðinlegt að þurfa að skeina upp eftir smástráka í lögreglubúningum Ólafur. Minnka steraneysluna og hætta að horfa á hasarmyndir þið sem eru að þykjast vera lögreglumenn...

Óskar Arnórsson, 31.7.2010 kl. 01:11

13 Smámynd: Hannes

Það er ekki vitlaus hugmynd að skjóta svona menn ef þeir virða ekki stöðvunarmerki lögreglunnar. Best er að setja bara vegatálma sem er ekki hægt að komast framhjá  og ef fíflið keyrir á hann og slasasat alvarlega eða deyr þá er það hans mál enda að leggja alla í stórhættu.

Hannes, 31.7.2010 kl. 01:17

14 Smámynd: Dingli

Þið eruð flestir að bulla um heim sem þið ekki þekkið. !50- 200Kmh. er engin hraði á alvöru hjóli.

Þegar ég átti hjól í gamladaga, náði slitlagið norður í Kollafjörð og að Sandskeiði. Á björtum sumarnóttum við gatnamótin hjá Árbæ,var ákveðið hvora leið skyldi fara og síðan var allt gefið í botn.  

Engin umferð og engin lögga, gerði þetta athæfi (sem stundað var árum saman) áhættu lítið, enda urðu þar aldrei slys þó hjól sem ekki náðu 200 sætu eftir.

Í dag eru ekki óalgeng á götunum, 100% öflugri hjól í hestafla tölu og að auki, 20-30% léttari. Fræg varð mynd á netinu af svona kostagrip á 360! neðan Strandaheiðar fyrir nokkru. Að mega ekki gefa í smá stund, eftir að hafa dólað við náttúruskoðun er bara ósanngjarnt!

Dingli, 31.7.2010 kl. 01:39

15 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Sem betur fer er svona ökuníðingur stöðvaður áðuer en hann drepur einhvern !

Bloggari man greinilega ekki eftir fréttt í vikuni þar sem var verið að elta hjól sem var með hulin númer.ók á yfir 200 km/klst.

Vonandi sami aðili !

Svona á að taka þess ökuníðinga !

Birgir Örn Guðjónsson, 31.7.2010 kl. 01:56

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jamm og vopnaða íslenska lögreglu.. helst með haglabyssur og mk5.. skjóta allt og alla sem ekki fara að lögum..

fólk er fífl og íslenskt fólk er mesta fíflið

Óskar Þorkelsson, 31.7.2010 kl. 07:17

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með þér nafni. Alveg ótrúleg eyja...

Óskar Arnórsson, 31.7.2010 kl. 07:29

18 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Ha Ha ha ! Skemmtileg inlegg !

Vopnuð lögregla ! Skjóta strax ! Hríðskotabyssur og naglabretti leysa engan vanda. Það sem sumir vilja ekki skilja er að rósemi og kænska er mun betra og áhættuminna en harka og æsilegur eltingarleikur.

Lögreglan gæti lært eitthvað af norrænum kollegum sínum. Burt með hasarlöggurnar, nota tæknina og heilann.

Árni Þór Björnsson, 31.7.2010 kl. 09:49

19 Smámynd: Magnús Gunnarsson

´Það  fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttina var USA. Það er leiðinlegt að segja það en yfirvöld gerðu upp á bak í þessu tilviki. Og til ykkar sjálfskipuðu lögreglumanna prufið að sína hjólafólki og öðrum í umferðinni smá tillitsemi en reynið ekki að stjórna umferðinni eftir ykkar höfði þá gengur þetta allt betur.

Magnús Gunnarsson, 31.7.2010 kl. 09:55

20 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Árni Þór, vissulega getur fólki hitnað í hamsi við lestur um eða upplifun slíkra martraða sem fífla akstur á við þennan. Ég er sammála þér um, að menn verði að halda höfði , hafa hemil á ofnotkun orku, en ná samt sama árangri með minna stressi.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 31.7.2010 kl. 11:19

21 Smámynd: Ólafur Vigfús Ólafsson

Hvað er málið hér hjá sumum? Nú hef ég átt hjól og hef ekkert á móti hjólafólki. Á ekki að taka á svona málum? Er þetta bara e h sem á að líða?

Númer verða ekki tekin niður á þessum hraða það vita allir og þá sérstaklega ekki þegar þau eru hálf hulin í þokkabót. "Skjóta,drepa" hvaða bull er þetta? Ég er ekki lögga og ætlaði að skrifa þeir en ekki við. Ég hef engra hagsmuna að gæta hér annara en að vona að lögreglan nái að taka svona menn úr umferð. Hvort þessir fávitar eru á hjólum eða bílum er mér sama um,ég vill bara svona fávita af götunum. Ef svona menn drepa sig við hraðakstur eins og þennan þá er mér slétt sama enda komu menn sér sjálfir í þessa stöðu.

Ólafur Vigfús Ólafsson, 31.7.2010 kl. 12:29

22 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég held að það skipti miklu máli að lögreglan, þyrlur (og jafnvel lúðrasveitir) veiti þessum aðilum eftirför. Þegar menn keyra svona hratt þá skiptir öllu máli að þeir sem eru í umhverfinu verði varir við það.

Ég lenti í því á Frönskum dögum síðustu helgi að þar brunaði dólgur á 140 km hraða í gegnum bæinn þar sem hámarkshraðinn er bara 40 km. Ef lögreglubílarnir hefðu ekki verið með sírenurnar á í eftirförinni þá hefði ég og konan verið að labba í rólegheitum á götunni (í gröfina).

Ég held, að þegar brjálaður ökumaður er staðinn að verki þá skiptir engu máli hvort hann haldi áfram eða stoppi - hann fær sína refsingu. En ef menn stoppa ekki þá skiptir það öllu máli að  yfirvöld vari þá við sem eru framundan til þess að lágmarka tjónið. Það gera þau með sírenum, ljósum, þyrlum og hvað eina.

Ég vil líkja óábyrga ökumenn við geðsjúklinga sem labba um bæinn skjótandi úr byssu í allar áttir. Það er bara tilviljun hver særist eða deyr. Þá er ég ekki að tala um þá sem gleyma að gefa stefnuljós eða hafa ekki nægilegt bil á milli.

Sumarliði Einar Daðason, 31.7.2010 kl. 15:09

23 Smámynd: Billi bilaði

Já, það væri mikil synd ef svona ökumaður keyrði á almennilegt fólk sem hefur ekki gert annað af sér en að drulla yfir náungann.

Billi bilaði, 31.7.2010 kl. 17:41

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessi maður hefði verið dæmdur í fangelsi hér í noregi.. viðurlög við umferðarbrotum eru alltof væg á íslandi..

en það að menn tali um að drepa viðkomandi er komið út fyrir allan þjófabálk.. menn geta átt sína slæmu daga og þá tekið það út í akstrinum.. ég hef sjálfur ekið á svona hraða.. á bíl reyndar.. eftir að hafa komist í geðshræringu.  ef löggan hefði elt mig þá.. þá er ég sannfærður um að ég hefði ekið eins og druslan hefði getað allt til enda.. hvernig sem það hefði endað.. en ég er heldur ekki eins þroskaður og þið hin ;)

Óskar Þorkelsson, 31.7.2010 kl. 18:07

25 Smámynd: Karl Ólafsson

Dingli, það eru himinn og haf á milli þess athæfis sem þú lýsir í athugasemd þinni og því athæfi sem er hér til umræðu. Flestir (eða margir) geta kannast við að hafa kitlað pinnann, eða snúið upp á handfangið, við 'réttar' aðstæður á 'réttum' tíma, eftir eigin mati, samvisku og skynsemi. Ef maður er svo gripinn við slíka iðju er ekki annað en að taka afleiðingum gjörða sinna.

En eltingaleikur í gegnum þétta umferð og/eða þéttbýli er ekki alveg sami hluturinn, eða er það ekki augljóst? Við sem samfélag getum ekkert liðið það að lögreglunni sé bara réttur fingurinn og síðan brunað í gegnum hindranir, í gegnum þéttbýli og hvað sem fyrir verður til þess eins að þurfa ekki að bera ábyrgð á gerðum sínum. Þegar slíkt er gert er það ekki lögreglan sem skapar hættuna; ef viðkomandi ökumaður stöðvar og stendur fyrir máli sínu er ekki um neina hættu að ræða; henni er afstýrt. Svo má kannski deila um hvort ekki megi sjá í gegnum fingur sér með, eða skapa aðstöðu til þess að menn geti á hættulítinn (nema fyrir sig sjálfan) hátt fengið útrás fyrir hraðaþörf sína. Það er annar handleggur, en það að reyna að stinga af lögreglumenn getur aldrei orðið til gæfu fyrir nokkurn mann, á meðan skaðinn sem hlotist getur er óbætanlegur.

Karl Ólafsson, 31.7.2010 kl. 20:26

26 Smámynd: Dingli

Karl, auðvitað er þetta rétt hjá þér. Ég fór svolítið út af línunni í ath. minni þar sem upphafshugsunin var að koma inná ranglætið sem felst oft í hraðasektum. Akir þú hringlandi flaki á 90km í slæmu skygni, hálku og bullandi umferð ertu "löglegur" en á 140km í eðalvagni á bjartri sumarnótt með útsýni yfir hálfan heiminn ertu hættulegur níðingur sem sviftur er prófinu á staðnum og færð marga marga tíuþúsundkalla í sekt. 

Dingli, 31.7.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband