Eignaupptaka

Ekkert annað en eignaupptaka sparifjár, lausafjármuna og eigna þeirra sem hafa sparað og búið i haginn fyrir afkomendum sínum að fornum sið.

Nú er eins gott að gefa allt og eyða fyrr en dauður liggur.Wink


mbl.is Skattur á arf hækkar um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dag já það er rétt hjá þér og mörg dæmi um það áður en skatturinn var lækkaður og nú við hækkun hans aftur mun sagan endurtaka sig, auðvitað reyna allir að verja sig vegna þessarar eignaupptöku sem þess eiga nokkurn kost!

Sigurður Haraldsson, 19.11.2010 kl. 07:48

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Í Danmörku er ekki óalgengt að deyjandi eldri borgarar séu búnir að gefa eignir sínar t.d. til barna sinna í smáum skömmtum yfir mörg ár til að forðast skattmann. Í dönskum skattalögum er kveðið á um einhverja "hámarksupphæð" gjafa áður en þær sjálfar verða skattskyldar, og fólk notar það sem viðmið til að reikna út hversu hratt er hægt að losa sig við eigur sínar áður en viðkomandi hrekkur upp af.

Alveg hrikalega brútal og ónærgætið við eldra fólk sem getur varla leyft sér að njóta efri áranna því það tekur of langan tíma að koma í veg fyrir að börnin lendi í stórri skattaskuld við andlátið. 

Geir Ágústsson, 19.11.2010 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband