Lyga-Mörður

Mörður Árnason tala digurbarkalega um að skuldir þurfi að greiða og nefnir í sömu setningu sanngirni ! Hvenær hefur  sanngirni verið gætt  hjá þessari stjórn ? Erum við ekki að borga himinhá lán sem bankarnir sólunduðu og sumir stálu beinlínis. Hér hafa bankar og fjármálastofnanir ætlað að græða með ólöglegum hætti. Þegar það kemst upp á þá að vorkenna ræningjunum og vera sanngjarn. Maður spyr sig hvað maðurinn sé að hugsa og með hverju hugsar hann ?

Þetta mælir tuðarinn Mörður af munni fram. Að enn skulum við , íbúar fiskilýðveldisins Íslands, borga brúsann, jafnvel af ólöglegu siðlausu athæfi.

Það má fallast á málamiðlun en verðtrygging er fráleit. Kannski best að bankarnir beri skaðan sjálfir.


mbl.is Vill verðtryggingu á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Arnar Pálsson

Já akkúrat... best að bankarnir beri tjónið sjálfir... best að hætta á annað svokallað "bankahrun".

Þessi málflutningur þykir mér í besta falli hjákátlegur... á meðan við Íslendingar höngum enn á blessaðri krónunni tel ég að langtímalán verði að vera verðtryggð, annars tel ég að enginn sé tilbúinn að lána...

Horfðu á sveiflur íslensku krónunnar síðustu árin og hugsaðu dæmið uppá nýtt... fjármálastofnanir og aðrir lánveitendur eru líklega ekki tilbúnir að bera áhættuna af langtímalánum okkar... hins vegar tel ég eðlilegt að verðtrygging gangi í báðar áttir eins og gengistryggingin gerði sem nú hefur reyndar verið dæmd ólögleg...

Ég tel að flestir þeir sem tóku erlend lán í "góðærinu" hafi alveg vitað hvað þeir voru að gera... þeir voru að reyna að græða... voru að gambla og spá fyrir um gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, ásamt því að fá lægri vexti á lánin...

Eðlilegast þykir mér að ólöglegum gengistryggðum lánum sem höfðu lánstímann fimm ár eða lengri verði breytt í verðtryggð lán í íslenskum krónum með þá breytilegu vexti sem voru á hverjum tíma að viðbættu því vaxtaálagi sem gengistryggða lánið bar eða sanngjörnu vaxtaálagi ákveðnu með samkomulagi stjórnvalda og lánveitenda.

Ólafur Arnar Pálsson, 22.6.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Ekki er hægt að mæla verðtryggingunni bót. Nýtt bankahrun er ekki í vændum. Gróði bankanna mun minnka en þeir spjara sig.

Að telja að fólk hafi geta séð þetta fyrir, gamblað, er bull. Enginn átti von á að svona væri í pottin búið að allt væri einn stór loftkastali.

Ef aðili fremur lögbrot og mistekst, á þá að leiðrétta hans hlut svo honum takist það.

Mér finnst rök þín rökleysa, Ólafur Arnar (ertu bankastarfsmaður ?)

Árni Þór Björnsson, 28.6.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband