Á MÓTI HVALVEIÐUM

Andstaða við hvalveiðar er alltaf að aukast í heiminum. Rökin eru mestmegnis á tilfinningalegu nótunum en líka vísindaleg. Þetta eru tignarlegar skepnur, geta orðið >130 ára og eru forvitnileg fyrir margar sakir. Falleg spendýr og greind. Þeim fer fækkandi stærstu tegundunum. Hefðbundnar veiðar fyrir innanlandsmarkað finnst mér enginn geti skipt sér af en öðru máli gegnir um stórfelldar veiðar með útflutning í huga. Ekki skal eggja óstöðugan.

Hvalaskoðun er öllu friðsamlegri og dregur inn gjaldeyri. Öllum líkar vel við slíkt.

Kannski er hægt að samræma þetta tvennt, Veiðar og Skoðun Hvala: Troðfylla hvalbátinn af túrístum sem vilja sjá blóð , sjó og garnir, fá að sitja í tunnunni í mastrinu, prufa skutulinn og síðan fá að galla sig upp og  vera á skurðarplaninu með hníf.Skera húð,fitu og hold. Sjá meira blóð en í nokkurri splattermynd. Þetta gæti orðið hin besta upplifun fyrir fólk fyrir (150 $ fyrir fullorðin, 75 $ fyrir börn ) og ábatasamt fyrir Hval hf. Atvinnuljósmyndari , kokkur og sjoppueigandi, bílstjórar og leiðsögumenn, bændagistingar og minni hótel nytu góðs af. Bubbi mynd svo trúbadúrast , angurvær hvalaljóð til að koma fólki í stemmingu fyrir heimferð. Prestur veitir aflát synda eða áfallahjálp. Þið sjáið að þetta er gróðabissness !Að lokum má gera sjónvarpsþætti um skipstjórana á hvalbátunum og áhöfn þeirra, úttauguðum útgerðarmanninum og eiganda þeirra

Gamlar atvinnugreinar leggjast af, tímans rás verður ei snúið við, ár eru brúaðar og ekki sundriðið lengur , bílar í stað hrossa (ég kýs hross), vörubílar í stað hrossalestar..............ad infinitum

Hreinn ! Hugsaðu málið.


mbl.is Óvissa um hvalveiðar vegna lagafrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband