Þörfin meiri en tölurnar gefa í skyn

A bak við hvern þann sem leitar aðstoðar eru 4-5 sem neyðin hefur ekki enn sligað og einungis timaspursmál hvenær þeir bætist í lið hinna þurfandi.
Það hefur alltaf þótt skammarlegt að þiggja ölmusu en veruleikinn er sá að margt dugandi fólk getur ekki lengur séð sér farborða sökum okurlánastefnu íslensku ríkisbankanna ,vísitölutryggingu lána og hárra vaxta sem er alveg einstakt meðal siðaðra þjóða.Menn rembast í vonlausri baráttu við að borga af lánunum og eiga svo ekki til hnífs og skeiðar í lok mánaðarins ,eða öfugt og verða því að leita til hjálparstofnana. Eða flytja af landi brott og byrja upp á nýtt
-Svo eru menn sem segja þetta kerfi misnotað !Það held ég fjarstæðu og ef svo er mun sá einstaklingur vera það sjúkur af nísku að hann tímir ekki að kaupa mat og
er því hjálparþurfi eins og aðrir.Ég þakka G--i fyrir að til eru einstaklingar sem geta og vilja vinna sem sjálfboðaliðar við að hjálpa þurfandi fjölskyldum og einstaklingum. Það eru hetjur dagsins sem vinna sín störf af mannkærleika og ætlast ekki til þess að umbun eða frami komi á móti (öfugt við auðmenn NB )
Stærsta hjálpin sem hægt er að veita fólki núna er að afskrifa lán að fullu eða að hluta svo menn komist á réttan kjöl á ný, afnema verðtrygginguna, lækka vexti og afnema tengingu krónu við aðra gjaldmiðla. Allt þetta er hægt að gera ef samstaða og vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöldum.
Síðan getur fólk borgað af sínum lánum án þess að þræla myrkranna á milli og fætt sig og klætt án þess að bera kvíðboga fyrir morgundeginum.
Efnahagslegt óöryggi er mannskemmandi. Þegar það hendir heila þjóð eru það hamfarir og þá þýðir ekki að bjóða upp á smáskammtalækningar.

Góðar stundir


mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Meðan aðgerðir ríkisstjórnarinnar miðast eingöngu að því að hjálpa þeim sem eru komnir á hausinn, verður vandamálið endalaust.

Það fólk senn getur staðið í skilum fer ört fækkandi. Eigið fé fólks er að gufa upp og lánin að hækka.

Það verður að taka fyrr á vandamálinu, þannig að fólk eigi sér viðreisnar von.

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband